Hin skemmtilega dýrafræði Þórbergs Þórðarsonar og möguleikar hennar

  • Soffía Auður Birgisdóttir
Efnisorð: Þórbergur Þórðarson, dýrafræði, dýrasögur, Darwin, umhverfisvandi

Abstract

Í Ofvitanum segir Þórbergur Þórðarson frá gríðarlegum vonbrigðum sem námið við Kennaraskólann, veturinn 1909-1910, olli honum. Hann gagnrýnir harkalega kennsluaðferðir og kennslubækurnar, efnistök þeirra, frásagnarhátt og stíl. Gagnrýni Þórbergs beinist sérstaklega að dýrafræði og í henni birtast áhugaverð viðhorf hans til dýra, sem benda til áhrifa frá kenningum Darwins um uppruna tegundanna. Slík viðhorf má einnig sjá í öðrum bókum Þórbergs, t.a.m. Steinarnir tala og Sálminum um blómið. En Þórbergur lætur sér ekki nægja að gagnrýna kennsluaðferðir í dýrafræði heldur kemur hann með tillögu að því hvernig hægt væri að skrifa „skemmtilega dýrafræði“. Í greininni er sýnt hvernig Þórbergur útfærir sjálfur það sem hann kallar „skemmtilega dýrafræði“ í sínum eigin skrifum. Þá er spurt hvort þórbersk dýrafræði felist einfaldlega í manngervingu á dýrum eða hvort málið sé flóknara en svo. Einnig er kannað hvaða möguleikar kunna að felast í hinni skemmtilegu dýrafræði Þórbergs fyrir nútímann; hvers konar gildi lýsingar hans á dýrum geti haft fyrir það hvernig við hugsum um og bregðumst við umhverfisvanda samtímans.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##

Author Biography

Soffía Auður Birgisdóttir

Fræðimaður við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands Höfn í Hornafirði.

Útgefið
2020-05-08