Hin skemmtilega dýrafræði Þórbergs Þórðarsonar og möguleikar hennar

  • Soffía Auður Birgisdóttir
Efnisorð: Þórbergur Þórðarson, dýrafræði, dýrasögur, Darwin, umhverfisvandi

Abstract

Í Ofvitanum segir Þórbergur Þórðarson frá gríðarlegum vonbrigðum sem námið við Kennaraskólann, veturinn 1909-1910, olli honum. Hann gagnrýnir harkalega kennsluaðferðir og kennslubækurnar, efnistök þeirra, frásagnarhátt og stíl. Gagnrýni Þórbergs beinist sérstaklega að dýrafræði og í henni birtast áhugaverð viðhorf hans til dýra, sem benda til áhrifa frá kenningum Darwins um uppruna tegundanna. Slík viðhorf má einnig sjá í öðrum bókum Þórbergs, t.a.m. Steinarnir tala og Sálminum um blómið. En Þórbergur lætur sér ekki nægja að gagnrýna kennsluaðferðir í dýrafræði heldur kemur hann með tillögu að því hvernig hægt væri að skrifa „skemmtilega dýrafræði“. Í greininni er sýnt hvernig Þórbergur útfærir sjálfur það sem hann kallar „skemmtilega dýrafræði“ í sínum eigin skrifum. Þá er spurt hvort þórbersk dýrafræði felist einfaldlega í manngervingu á dýrum eða hvort málið sé flóknara en svo. Einnig er kannað hvaða möguleikar kunna að felast í hinni skemmtilegu dýrafræði Þórbergs fyrir nútímann; hvers konar gildi lýsingar hans á dýrum geti haft fyrir það hvernig við hugsum um og bregðumst við umhverfisvanda samtímans.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Soffía Auður Birgisdóttir

Fræðimaður við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands Höfn í Hornafirði.

Útgefið
2020-05-08