Bani boðberans. Rýnt í teikn hækkandi sjávarmála

  • Bryndís Snæbjörnsdóttir
  • Mark Wilson

Abstract

Greinin fjallar um breytilegt ástand á norðurslóðum vegna hlýnun jarðar, hækkunar sjávarmála sem afleiðingu af bráðnun jökla og þau áhrif sem þessar breytingar hafa á líf hvítabjarna á þessu svæði. Spáð er í hugtök eins og landamæri, landyfirráð og tilverurétt. Sett eru fram tvö listaverk sem höfundar unnu í þessu samhengi og tengjast sérstaklega tveimur hvítabjörnum, sem komu til landsins með stuttu millibili árið 2008, og nefndir hafa verið „Skagabirnan“ og „Skagabjörninn“. Listaverkin studdust við vísindarannsóknir á tannrótum nánar tiltekið tannlögum þessara dýra þar sem ráðið var í þann árafjölda sem þau höfðu lifað og hugsanleg lífskjör sem þeim fylgdi. Sérhvert ár, er síðan tengt með handskrifuðum athugasemdum tilteknum umhverfismálefnum, umhverfisráðstefnum og/eða almennum menningaratburðum frá sama tíma. Stuttar ævisögur fylgja einnig báðum verkunum þar sem upplýsingar sem unnar voru út frá vísindarannsóknum og krufningu á þessum tilteknu hvítabjörnum eru manngerðar með það fyrir augum að ná fram samkennd fyrir tilverurétti þeirra og ákveðna ábyrgðartilfinningu hjá manninum gagnvart lífi annarra lífvera.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Bryndís Snæbjörnsdóttir

Prófessor við Listaháskóla Íslands.

Mark Wilson

Prófessor University of Cumbria, Englandi.

Útgefið
2020-05-08