Efnisleiki, leikur

  • Timothy Morton
  • Oddný Eir Ævarsdóttir

Abstract

Þýðingin sem birtist í Ritinu að þessu sinni er eftir Timothy Morton, heimspeking og prófessor við Rice háskóla. Morton er einn áhrifamesti heimspekingur okkar tíma en hann vinnur á mörkum margvíslegra list- og fræðigreina. Nýverið hélt hann fyrirlestur í Safnahúsinu sem fjallaði um vistfræðilega listsköpun og listsköpun á tímum aukinnar vistfræðilegrar meðvitundar. Þess má einnig geta að hann hefur unnið töluvert með heimsþekktum listamönnum á borð við Ólaf Elíasson og Björk. Það er því sérstaklega ánægjulegt og viðeigandi að fá texta eftir hann birtan í Ritinu að þessu sinni. Textann samdi Morton í tengslum við verk Hrafnhildar Arnardóttur, Efnisleikann, sem var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019. Þýðandi er Oddný Eir Ævarsdóttir, heimspekingur og rithöfundur, og birtist hann hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Timothy Morton hefur einkum beint sjónum sínum að vistfræðilegum málefnum í verkum sínum.  Í því samhengi hefur hann meðal annars lagt áherslu á það sem hann kallar myrka vistfræði (e. dark ecology) og varpað ljósi á mikilvægi þess að manneskjan finni nýjar leiðir til að hugsa um tengsl sín við umhverfið, lífhvolfið og alheiminn. Hann veltir upp spurningum og varpar ljósi á þau sameiginlegu vandamál sem steðja að lífríkinu og vistkerfi jarðar nú á tímum mannaldar (e. Anthroposcene). Í þessu samhengi hefur Morton fært rök fyrir því að allt í veröldinni sé samtengt þannig að nær ómögulegt sé að skipta heiminum upp í tvenndir á borð við mann og náttúru eða setja þær fram sem andstæður. Veruleikinn, að hans mati, er í raun einn risastór samanflæktur möskvi (e. mesh). Í texta Mortons, um verk Hrafnhildar, er að finna svipaða nálgun því þar leggur hann áherslu á þétta samofna þræði á milli manneskju, umhverfis og dýra. Þar er einnig að finna myrka vistfræðilega undirtóna sem vísa veginn inn í litríkt verk Hrafnhildar um efnisleikann.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Timothy Morton

Heimspekingur og prófessor við Rice háskóla.

Oddný Eir Ævarsdóttir

Heimspekingur og rithöfundur.

Útgefið
2020-05-08