„yfrin tól / fútúr gól“. Nokkur orð um Tourette og ljóðlist

  • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
Efnisorð: Ljóðlist, Tourette, líkamsmótaðir vitsmunir, vísvitandi endurtekningar, ómeðvitaðar endurtekningar, merking, merkingarleysa

Abstract

Hafa framfarir í lífvísindum síðustu áratugi valdið því að ástæða sé til að endurskoða bókmenntagreiningu? Í greininni er í upphafi hugað að þeirri spurningu með hliðsjón af broti úr ljóði Dags Sigurðarsonar „Takk, takk, Tobbi“ sem birtist í Rógmálmi og grásilfri (1971). Spurningunni er sumpart svarað játandi og þá einkum horft til þess að þörf sé að taka mið af líkamsmótuðum vitsmunum þegar bókmenntir eru greindar. Bent er á að meðal þess sem hefur aukið skilning manna á flóknu samspili líkama og tungumáls séu rannsóknir á Tourette-röskuninni. Tengsl hennar og ljóðlistar er eitt helsta viðfangsefni greinarinnar. Fyrst er þó fjallað stuttlega um Tourette, afstöðu lækna til þess á nítjándu og tuttugustu öld og skrif fræðimanna um sameinkenni þess og ljóðlistar. Þá er vikið að hvernig slík skrif geta nýst bókmenntafræðingum, vísa Gísla Súrssonar greind og leitast við að sýna að ástæða sé til að huga að fleiru en bragreglum þegar hún á í hlut. Því næst er snúið aftur að ljóði Dags og spurt hvernig greina megi það nú en að endingu tekin saman fáein atriði.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir

Prófessor í íslenskum bókmenntun við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-06-14